Erling Haaland er orðinn einn af fyrirliðum liðsins en hann bar fyrirliðabandið í 4-0 sigri liðsins gegn Newcastle í gær.
Pep Guardiola staðfesti að hann hafi valið Haaland einn af fyrirliðum liðsins eftir að Kyle Walker yfirgaf félagið og gekk til liðs við AC Milan.
Þá sagði Guardiola að hann sæi fyrir sér að Haaland yrði aðalfyrirliði liðsins einn daginn. Kevin de Bruyne er aðal fyrirliði liðsins í dag.
„Þegar leikmaður verður hérna í tíu ár tekur hann fyrr en síðar við þessari ábyrgð. Það er gaman að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þetta að sér í úrvalsdeildinni," sagði Guardiola.
Athugasemdir