Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 16. maí 2021 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Víkings og Breiðablik: Þórður áfram í marki - Gísli inn
Gísli kemur inn í byrjunarlið Blika.
Gísli kemur inn í byrjunarlið Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er áhugaverður leikur í Pepsi Max-deildinni í kvöld þegar Víkingur Reykjavíkur tekur á móti Breiðablik.

Víkingur hefur farið mjög vel af stað og er með sjö stig eftir þrjá leiki. Blikarnir eru með fjögur stig en þeir unnu 4-0 sigur á Keflavík í síðustu umferð.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum.

Ingvar Jónsson er áfram frá vegna meiðsla og er áfram utan hóps hjá Víkingum. Þórður Ingason hefur verið frábær í fyrstu þremur leikjunum og heldur sæti sínu.

Frá síðasta leik, sem var sigurleikur gegn Stjörnunn, gera Víkingar tvær breytingar. Viktor Örlygur Andrason og Halldór Jón Sigurður Þórðarson koma inn fyrir Sölva Geir Ottesen og Karl Friðleif Gunnarsson. Sölvi er ekki í hóp í dag og Helgi Guðjónsson er áfram á bekknum.

Hjá Blikum snúa Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson aftur í byrjunarliðið. Árni Vilhjálmsson og Höskuldur Gunnlaugsson fá sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Víkings:
16. Þórður Ingason (m)
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
13. Viktor Örlygur Andrason
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
18. Finnur Orri Margeirsson (f)
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner