Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 16. maí 2021 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sautján ára hetja - Ömurlegur árangur Everton á heimavelli
Mynd: EPA
Everton 0 - 1 Sheffield Utd
0-1 Daniel Jebbison ('7 )

Sheffield United vann óvæntan sigur á Everton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og mun spila í næst efstu deild á næstu leiktíð eftir skelfilegt tímabil. Hinn 17 ára gamli Daniel Jebbison fékk tækifæri í byrjunarliði Sheffield United og hann nýtti það með því að skora eftir sjö mínútna leik.

Þetta var hans annar leikur í ensku úrvalsdeildinni, sá fyrsti í byrjunarliði. Hann setti boltann í netið eftir bolta Jack Robinson inn í teiginn.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í hálfleik en hann náði ekki að hjálpa Everton að komast aftur inn í leikinn.

Everton hefur hikstað að undanförnu og hefur liðinu gengið ömurlega á heimavelli. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu 11 heimaleikjum sínum í deildinni. Þetta er dýrt og er Everton í áttunda sæti, þremur stigum frá West Ham í sjöunda sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Everton gæti verið að missa af Evrópusæti. Sheffield United er sem fyrr segir fallið úr deildinni.

Önnur úrslit í dag:
England: Palace lagði Aston Villa í stórskemmtilegum leik
England: Tottenham í sjötta sætið
England: Alisson skoraði sigurmark Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner