PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 16. maí 2021 05:55
Victor Pálsson
Ítalía í dag - Napoli og Milan í eldlínunni
AC Milan mun freista þess að fá þrjú stig í kvöld er liðið spilar við Cagliari á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni.

Milan er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og þarf á þremur stigum að halda í baráttu við Atalanta, Napoli og Juventus.

Fyrr í dag eigast við einmitt Fiorentina og Napoli á heimavelli þess fyrrnefnda en leikurinn hefst klukkan 10:30.

Fiorentina er í 13. sæti deildarinnar og hefur í raun engu að keppa en Napoli er eins og Milan í mikilli baráttu um Evrópusæti.

Fleiri leikir eru á dagskrá og má nefna leik Benevento og Crotone þar sem Benevento þarf á sigri að halda í fallbaráttu. Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti að svo stöddu.

Ítalía: Sería A
10:30 Fiorentina - Napoli
13:00 Benevento - Crotone
13:00 Udinese - Sampdoria
16:00 Parma - Sassuolo
18:45 Milan - Cagliari
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
15 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner