Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. maí 2021 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Víkingur á toppnum eftir stórsigur á Blikum
Fyrsti sigur Leiknis í sumar!
Víkingur er á toppi deildarinnar.
Víkingur er á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru í vandræðum í upphafi móts.
Blikar eru í vandræðum í upphafi móts.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur Reykjavík heldur áfram að landa sigrum í Pepsi Max-deild karla. Víkingar sitja á toppi deildarinnar eftir frábæran sigur á Breiðablik í kvöld.

Víkingar byrjuðu frábærlega í Fossovginum í kvöld og þeir tóku forystuna eftir 15 mínútna leik.

„Hár bolti fram á Erling sem tekur frábærlega á móti boltanum, rennir honum til hliðar á HSJÞ sem leikur framhjá Damir og Róberti Orra og sendir fyrir markið. Þar er Pablo Punyed sem hamrar boltanum í markið af stuttu færi!!" skrifaði Arnar Laufdal í beinni textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar.

Blikar voru slakir í fyrri hálfleiknum og Víkingar leiddu verðskuldað þegar flautað var til hálfleiks.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er búinn að læra hvernig á að vinna fótboltaleiki. Þeir áttu í vandræðum með það í fyrra, Víkingar, en þeir eru búnir að læra það núna.

Blikar mættu af meiri krafti í seinni hálfleik en heimamenn vörðust vel með Þórð Ingason virkilega góðan í markinu. Þórður varði stórkostlega frá Thomas Mikkelsen á 70. mínútu. Hann ætlar sér ekki að sleppa markvarðarstöðunni.

Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði svo Júlíus Magnússon annað mark Víkinga eftir hornspyrnu. Kwame Quee gerði svo þriðja markið áður en flautað var af, lokatölur 3-0. „Nýkominn úr sóttkví, velkominn úr hamingjuna," sagði vallarþulurinn þegar Kwame skoraði.

Lokatölur 3-0 fyrir Fossvogspilta sem eru sem fyrr segir á toppi deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki. Blikar hafa ollið miklum vonbrigðum í upphafi móts og eru aðeins með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Fyrsti sigur Leiknis í sumar
Nýliðar Leiknis úr Breiðholti unnu á sama tíma sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Þeir fengu Fylkismenn í heimsókn á Domusnovavöllinn í Breiðholti. Leikurinn var frekar rólegur til að byrja með en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknismanna, og kom þeim yfir.

„Dagur Austmann fær boltann við miðjuna og lyftir boltanum innfyrir á Sævar Atla sem tekur hann í fyrsta og boltinn fer undir hendurnar á Aroni Snæ í marki Fylkis. Spurning með aukaspyrnu í aðdragandanum þegar virtist vera brotið á Unnari Steini," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Fylkismenn gerðu þrefalda breytingu eftir klukkutíma leik og það kom meiri kraftur í þá við það en þeir fundu ekki lykilinn á vörn Leiknis. Á 83. mínútu fékk Daði Ólafsson besta færi Fylkis en hann setti þá boltann yfir á einhvern hátt.

Í staðinn fyrir að Daði jafnaði, þá innsiglaði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sigur Leiknis í staðinn eftir hornspyrnu frá Emil Berger. Sævar Atli gerði þriðja markið úr vítaspyrnu áður en flautað var af, lokatölur 3-0 eins og í Víkinni.

Leiknismenn eru komnir upp í fimmta sæti með fimm stig. Þeir eru fyrir ofan Breiðablik, sem er í sjöunda sæti. Fylkir er aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki og situr í tíunda sæti deildarinnar.

Leiknir R. 3 - 0 Fylkir
1-0 Sævar Atli Magnússon ('44 )
2-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('87 )
3-0 Sævar Atli Magnússon ('90 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur R. 3 - 0 Breiðablik
1-0 Pablo Oshan Punyed Dubon ('15 )
2-0 Júlíus Magnússon ('86 )
3-0 Kwame Quee ('94 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner