'Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði'
Vestri mætir Víkingi á mánudaginn í 7. umferð. Það er heimaleikur Vestra en leikurinn verður spilaður á AVIS vellinum í Laugardal. Það er annar „heimaleikur" Vestra sem verður spilaður þar. Fyrr í sumar vann Vestri þar gegn HK.
Heimavöllurinn, Kerecis völlurinn, á Ísafirði er ekki tilbúinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vonast til að völlurinn verði klár fyrir leikinn gegn Stjörnunni sem fram fer í byrjun júní.
Heimavöllurinn, Kerecis völlurinn, á Ísafirði er ekki tilbúinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vonast til að völlurinn verði klár fyrir leikinn gegn Stjörnunni sem fram fer í byrjun júní.
Lestu um leikinn: KA 3 - 1 Vestri
„Ég ætla rétt að vona það. Það eru allir að leggja sitt að mörkum, hálfur Ísafjarðarbær er að leggja hitalagnir í völlinn. Það eru allir að reyna gera þetta saman," sagði Davíð.
„Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði. Ef við fáum það þá hef ég ekki áhyggjur."
Víkingar hafa verið í basli í tveimur leikjum í sumar. Fyrst harkaði liðið í gegnum Fram og svo tapaði liðið gegn HK. Bæði lið spiluðu með þriggja miðvarða kerfi. Er það eitthvað sem Davíð er að íhuga?
„Það verður bara að koma í ljós. Ég hef svo sem ekkert úr endalaust af varnarmönnum að velja. Við getum stillt upp ágætis liði í báðum kerfum," sagði Davíð.
Í leiknum í gær fóru varnarmennirnir Elmar Atli Garðarsson og Friðrik Þórir Hjaltason af velli vegn meiðsla. Fyrir voru miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson, Gustav Kjeldsen og Morten Ohlsen að glíma við meiðsli.
Athugasemdir