Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   lau 16. júní 2018 17:17
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs: Ekkert sem kom okkur á óvart hjá þeim
Icelandair
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikur," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli gegn Argentínu á HM í dag.

Íslenskir leikmenn voru frekar rólegir eftir sigurinn, fóru í stúkuna til fjölskyldna sína og voru bara rólegir. Helgi segir að það hafi ekki verið planað. „Maður planar ekki svona."

„Við erum búnir að vera að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta og við vissum að þetta yrði erfitt. Við náðum í stig og skorum mark í fyrsta leik á HM sem er frábært. Núna einbeitum við okkur að næsta leik. Það verður alltaf gert upp í lokin, ekki í fyrsta leik."

Helgi segir að góður undirbúningur hafi verið ástæðan fyrir úrslitunum, og jú, smá heppni líka.

„Það var ekkert sem kom okkur á óvart (í leik Argentínumanna). Við vorum vel undirbúnir og við sáum fullt af atriðum, við gátum sýnt strákunum mikið af því sem þeir voru að reyna að fara að gera en gátu ekki gert í leiknum sem þeir hafa gert í leikjum undanfarið. Það var akkúrat í gær þegar við vorum að skoða ýmsa hluti upp á skot og annað þá sáum trikk þar sem Messi var fyrir utan teiginn og hinir voru að reyna að teyma alla í burtu, hann var að reyna að fá skotfæri. Við náðum að setja Alfreð á það og strákarnir vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera."

„Allt sem við vorum búnir að gera gekk upp. Við vissum að þetta yrði erfitt, að sjálfsögðu þarftu að vera heppinn til að fá stig gegn Argentínu," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner