Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
   mið 16. júní 2021 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli bestur í fyrsta þriðjung - Lið hefðu getað ruglað í mér
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst ekki við þessu fyrir mót að ég myndi vera talinn með frábærum leikmönnum, Brynjari, Hallgrími Mar og Kára Árnasyni," sagði Sævar Atli Magnússon leikmaður Leiknis sem lesendur Fótbolta.net kusu leikmann fyrsta þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Kosningin - 5041 atkvæði:
Sævar Atli (Leiknir) - 29,16%
Brynjar Ingi (KA) - 27,79%
Kári Árnason (Víkingur) - 23,31%
Hallgrímur Mar (KA) - 19,74%

Sævar Atli fékk gjöf frá Origo fyrir útnefninguna, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

Hann hefur alla sína tíð verið hjá Leikni en spilar nú fyrsta tímabil sitt í efstu deild.

„Tempóið í deildinni getur verið virkilega mikið og leikirnir eru hraðir sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við. Gæði leikmanna eru mjög mikil," sagði hann en Leiknir hefur komið á óvart í sumar, er í 7. sæti með 8 stig eftir 8 leiki.

„Það kom örugglega mörgum á óvart en ekki okkur. Við bjuggumst við að vera spáð falli en erum með marga gæða leikmenn og okkur hefur gengið vel. Það er samt svekkjandi að vera ekki með fleiri stig því við misstum niður leiki gegn Stjörnunni og Breiðablik og Valsleikurinn er mjög svekkjandi líka."

Viðtalið við Sævar Atla má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið en klárar árið hjá Leikni og ræddi það í viðtalinu.

„Það hefur ekki haft nein áhrif, ég hef alltaf verið í Leikni og þekki ekki neitt annað. Besta lendingin var að klára þetta fyrir mót og vera ekki með lausan samning. Þá gætu lið farið að tala við mig og rugla í mér. Þetta var góð niðurstaða og hefur ekki haft nein áhrif á mig ennþá."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner