Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 16. júní 2021 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli bestur í fyrsta þriðjung - Lið hefðu getað ruglað í mér
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst ekki við þessu fyrir mót að ég myndi vera talinn með frábærum leikmönnum, Brynjari, Hallgrími Mar og Kára Árnasyni," sagði Sævar Atli Magnússon leikmaður Leiknis sem lesendur Fótbolta.net kusu leikmann fyrsta þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Kosningin - 5041 atkvæði:
Sævar Atli (Leiknir) - 29,16%
Brynjar Ingi (KA) - 27,79%
Kári Árnason (Víkingur) - 23,31%
Hallgrímur Mar (KA) - 19,74%

Sævar Atli fékk gjöf frá Origo fyrir útnefninguna, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

Hann hefur alla sína tíð verið hjá Leikni en spilar nú fyrsta tímabil sitt í efstu deild.

„Tempóið í deildinni getur verið virkilega mikið og leikirnir eru hraðir sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við. Gæði leikmanna eru mjög mikil," sagði hann en Leiknir hefur komið á óvart í sumar, er í 7. sæti með 8 stig eftir 8 leiki.

„Það kom örugglega mörgum á óvart en ekki okkur. Við bjuggumst við að vera spáð falli en erum með marga gæða leikmenn og okkur hefur gengið vel. Það er samt svekkjandi að vera ekki með fleiri stig því við misstum niður leiki gegn Stjörnunni og Breiðablik og Valsleikurinn er mjög svekkjandi líka."

Viðtalið við Sævar Atla má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið en klárar árið hjá Leikni og ræddi það í viðtalinu.

„Það hefur ekki haft nein áhrif, ég hef alltaf verið í Leikni og þekki ekki neitt annað. Besta lendingin var að klára þetta fyrir mót og vera ekki með lausan samning. Þá gætu lið farið að tala við mig og rugla í mér. Þetta var góð niðurstaða og hefur ekki haft nein áhrif á mig ennþá."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir