Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   mið 16. júní 2021 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli bestur í fyrsta þriðjung - Lið hefðu getað ruglað í mér
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst ekki við þessu fyrir mót að ég myndi vera talinn með frábærum leikmönnum, Brynjari, Hallgrími Mar og Kára Árnasyni," sagði Sævar Atli Magnússon leikmaður Leiknis sem lesendur Fótbolta.net kusu leikmann fyrsta þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Kosningin - 5041 atkvæði:
Sævar Atli (Leiknir) - 29,16%
Brynjar Ingi (KA) - 27,79%
Kári Árnason (Víkingur) - 23,31%
Hallgrímur Mar (KA) - 19,74%

Sævar Atli fékk gjöf frá Origo fyrir útnefninguna, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

Hann hefur alla sína tíð verið hjá Leikni en spilar nú fyrsta tímabil sitt í efstu deild.

„Tempóið í deildinni getur verið virkilega mikið og leikirnir eru hraðir sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við. Gæði leikmanna eru mjög mikil," sagði hann en Leiknir hefur komið á óvart í sumar, er í 7. sæti með 8 stig eftir 8 leiki.

„Það kom örugglega mörgum á óvart en ekki okkur. Við bjuggumst við að vera spáð falli en erum með marga gæða leikmenn og okkur hefur gengið vel. Það er samt svekkjandi að vera ekki með fleiri stig því við misstum niður leiki gegn Stjörnunni og Breiðablik og Valsleikurinn er mjög svekkjandi líka."

Viðtalið við Sævar Atla má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið en klárar árið hjá Leikni og ræddi það í viðtalinu.

„Það hefur ekki haft nein áhrif, ég hef alltaf verið í Leikni og þekki ekki neitt annað. Besta lendingin var að klára þetta fyrir mót og vera ekki með lausan samning. Þá gætu lið farið að tala við mig og rugla í mér. Þetta var góð niðurstaða og hefur ekki haft nein áhrif á mig ennþá."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner