Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 16. júní 2021 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli bestur í fyrsta þriðjung - Lið hefðu getað ruglað í mér
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst ekki við þessu fyrir mót að ég myndi vera talinn með frábærum leikmönnum, Brynjari, Hallgrími Mar og Kára Árnasyni," sagði Sævar Atli Magnússon leikmaður Leiknis sem lesendur Fótbolta.net kusu leikmann fyrsta þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Kosningin - 5041 atkvæði:
Sævar Atli (Leiknir) - 29,16%
Brynjar Ingi (KA) - 27,79%
Kári Árnason (Víkingur) - 23,31%
Hallgrímur Mar (KA) - 19,74%

Sævar Atli fékk gjöf frá Origo fyrir útnefninguna, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

Hann hefur alla sína tíð verið hjá Leikni en spilar nú fyrsta tímabil sitt í efstu deild.

„Tempóið í deildinni getur verið virkilega mikið og leikirnir eru hraðir sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við. Gæði leikmanna eru mjög mikil," sagði hann en Leiknir hefur komið á óvart í sumar, er í 7. sæti með 8 stig eftir 8 leiki.

„Það kom örugglega mörgum á óvart en ekki okkur. Við bjuggumst við að vera spáð falli en erum með marga gæða leikmenn og okkur hefur gengið vel. Það er samt svekkjandi að vera ekki með fleiri stig því við misstum niður leiki gegn Stjörnunni og Breiðablik og Valsleikurinn er mjög svekkjandi líka."

Viðtalið við Sævar Atla má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið en klárar árið hjá Leikni og ræddi það í viðtalinu.

„Það hefur ekki haft nein áhrif, ég hef alltaf verið í Leikni og þekki ekki neitt annað. Besta lendingin var að klára þetta fyrir mót og vera ekki með lausan samning. Þá gætu lið farið að tala við mig og rugla í mér. Þetta var góð niðurstaða og hefur ekki haft nein áhrif á mig ennþá."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner