fim 16. júní 2022 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal að nálgast kaup á Jesus?
Mynd: Getty Images
Það styttist í samkomulag á milli Arsenal og Manchester um kaup Arsenal á Gabriel Jesus. Menn hjá Arsenal eru allavega á þeirri skoðun samkvæmt heimildum The Times.

Í grein miðilsins er sagt frá því að brasilíski sóknarmaðurinn vilji ganga í raðir Arsenal sem gæti þurft að borga allt að 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður vera með Jesus mjög ofarlega á sínum lista yfir þá leikmenn sem hann vill fá í sumar.

Jesus er 25 ára og er á leið inn í sitt síðasta ár á samningi hjá City.
Athugasemdir
banner
banner