Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   fim 16. júní 2022 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Grótta upp í annað sæti - Gengur illa hjá Þór
Lengjudeildin
Kjartan Kári gerði mark Gróttu.
Kjartan Kári gerði mark Gróttu.
Mynd: Raggi Óla
Þór 0 - 1 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson

Grótta gerði góða ferð norður á Akureyri í dag. Þar heimsóttu þeir Þórsara í Þorpið.

Grótta hefur verið að leika mjög vel í sumar og verið að ná í góð úrslit sömuleiðis, en það er ekki hægt að segja alveg það sama um andstæðinga þeirra í dag - Þór.

Í dag var aðeins eitt mark sem skildi liðin að, en það gerði unglingalandsliðsmaðurinn Kjartan Kári Halldórsson í seinni hálflleiknum.

Lokatölur 0-1 og er Grótta núna í öðru sæti með 13 stig. Þór hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er liðið með fimm stig í níunda sæti.

Það eru fjórir leikir í gangi núna og er hægt að fylgjast með þeim öllum í beinni textalýsingu hér á síðunni. Nálgast má leikina fjóra á forsíðunni.
Athugasemdir
banner