Southampton er búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Flynn Downes sem kemur úr röðum West Ham United.
Downes verður afar mikilvæg viðbót við leikmannahóp nýliðanna enda var hann í lykilhlutverki á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð, þar sem hann fyllti í skarðið fyrir James Ward-Prowse sem var seldur til West Ham.
Downes er 25 ára gamall og átti þrjú ár eftir af samningi við West Ham, en það var ekki pláss fyrir hann í leikmannahópinum.
Hann spilaði 35 leiki með West Ham tímabilið 2022-23, þar af 21 í úrvalsdeildinni, og er metinn á tæplega 10 milljónir punda.
Þetta verður annað tímabil Downes í ensku úrvalsdeildinni.
Southampton hefur verið duglegt að bæta við sig leikmönnum í sumar og er Downes sá sjöundi sem kemur inn í glugganum.
“Buzzing to be back!” ???? pic.twitter.com/QeWXtNvb5m
— Southampton FC (@SouthamptonFC) July 16, 2024
Athugasemdir