Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   þri 16. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Spennandi slagir í lokaumferðinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er nóg um að vera í kvennaboltanum í dag þar sem lokaumferðin fer fram í undanriðlunum fyrir Evrópumótið í Sviss á næsta ári.

Ísland er þegar búið að tryggja sér farmiða til Sviss og á enn möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk á mótinu með því að vinna undanriðilinn.

Stelpurnar okkar þurfa þó bæði að sigra á útivelli gegn Póllandi í dag og vonast til að stjörnum prýtt landslið Þýskalands misstigi sig á heimavelli gegn nágrönnum sínum frá Austurríki og geri jafntefli í þeirri viðureign eða tapi.

Í öðrum riðlum ríkir gríðarlega mikil spenna og þá sérstaklega í riðli 1, þar sem Holland, Noregur, Ítalía og Finnland geta öll enn tryggt sér sæti á mótinu í lokaumferðinni.

Svíþjóð og England spila þá úrslitaleik í riðli 3 en annars eru Spánn og Danmörk búin að tryggja sér farmiða á mótið ásamt Íslandi og Þýskalandi.

Leikir dagsins:
17:00 Pólland - Ísland
17:00 Þýskaland - Austurríki
17:00 Svíþjóð - England
17:00 Noregur - Holland
17:00 Ítalía - Finnland
17:00 Spánn - Belgía
17:00 Írland - Frakkland
17:00 Danmörk - Tékkland
Athugasemdir
banner
banner
banner