
Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins þegar KR varð bikarmeistari í dag með 2-1 sigri gegn Keflavík. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.
,,Ég hugsaði það áður en ég skoraði í gær hvað það væri geggjað að skora á lokamínútunni. Maður var búinn að ákveða fagn og eitthvað en síðan veit maður ekkert hvernig maður á að vera," sagði Kjartan Henry við Fótbolta.net eftir leik.
,,Það var ekkert víst að ég myndi spila fótbolta aftur eftir meiðsli. Ég er búinn að vera mjög duglegur en samt lengi í gang. Hvað þá þegar er verið að drulla yfir mann á hverjum einasta degi. Ég er ánægður með að vera kominn til baka og vonandi næ ég að halda áfram," sagði Kjartan en hann segir gagnrýni frá stuðningsmönnum annarra liða ekki trufla sig.
,,Sýnist þér það? Nei, það gerir það ekki. Það er leiðinlegt þegar er verið að væna mig um hluti sem eru fjarri raunveruleikanum. Ég vona að það nái ekki til dómara og annarra áður en leikurinn byrjar. Ég er ágætur."
Hér að ofan má sjá viðtalið heild sinni.
Athugasemdir