Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. ágúst 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli í viðræðum við Besiktas
Dele Alli hefur hvorki tekist að skora né leggja upp frá komu sinni til Everton.
Dele Alli hefur hvorki tekist að skora né leggja upp frá komu sinni til Everton.
Mynd: Everton

Tyrkneksa stórliðið Besiktas er að gera allt í sínu valdi til að kaupa Dele Alli, 26 ára miðjumann Everton með 37 landsleiki að baki fyrir England.


Alli hefur heldur betur fallið af stjörnuhimninum frá góðu tímunum hjá Tottenham og fór hann til Everton á afar sérstökum kaupsamning í janúar. 

Alli fór frítt til Everton en í heildina gæti Tottenham fengið 40 milljónir punda fyrir hann ef ákveðnum skilyrðum verður mætt. Eitt skilyrðið er að Everton borgar 10 milljónir eftir að Alli spilar 20 leiki fyrir félagið, en hann hefur aðeins spilað 13 leiki hingað til.

Besiktas telur sig hafa not fyrir þennan sóknarsinnaða miðjumann og er liðið einnig búið að klófesta Arthur Masuaku frá West Ham í sumar auk Cenk Tosun frá Everton, Wout Weghorst frá Burnley og Romain Saiss frá Wolves. Þá eru Gedson Fernandes og Valentin Rosier komnir frá Benfica og Sporting í Portúgal.

Dele Alli á tvö ár eftir af samningi sínum við Everton en félagið er reiðubúið til að samþykkja tilboð Besiktas og leyfa leikmanninum að fara. Leikmaðurinn fær að taka ákvörðun sjálfur varðandi eigin framtíð, hvort hann vilji berjast um sæti hjá Everton eða fara til Tyrklands.

Sky Sports greinir frá því að Besiktas og Dele Alli séu nú þegar í samningsviðræðum. Everton vinnur þá enn hörðum höndum að því að ganga frá félagsskiptum Idrissa Gana Gueye frá PSG.

Sjá einnig:
Hvað gerðist hjá Dele Alli?


Athugasemdir
banner
banner
banner