banner
   mán 16. september 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rudi Gutendorf látinn - Þjálfaði 55 lið í 32 löndum
Mynd: Getty Images
Þýski knattspyrnuþjálfarinn Rudi Gutendorf er látinn. Hann var 93 ára gamall.

Hann setti heimsmet með því að þjálfa 55 fótboltalið í 32 löndum, í fimm heimshálfum. Þjálfaraferill hans spannaði rúmlega hálfa öld.

Hann þjálfaði lið í efstu deild Þýskalands, sem og 18 landslið. Meðal þeirra landsliða sem hann stýrði eru Ástralía, Kína og Fíjí-eyjar.

Hans fyrsta starf í þjálfun var hjá Blue Stars Zurich í Sviss, en það síðasta var hjá landsliði Samóaeyja árið 2003.

Dr Rainer Koch. varaformaður hjá þýska knattspyrnusambandinu, segir að Gutendorf hafi verið „stórkostlegur sendiherra fyrir þýskan fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner