Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Kristjáns búinn að vinna báða - Bjarni Mark í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Ólafur Kristjánsson hefur farið vel af stað með Esbjerg í B-deild danska boltans.

Eftir sigur í fyrstu umferð unnu Óli og lærisveinar hans aftur í dag, 1-0 sigur á HB Koge. Andri Rúnar Bjarnason byrjaði á bekknum.

Yuri Yakovenko gerði eina mark leiksins á annarri mínútu og er Esbjerg því með sex stig eftir tvær umferðir.

Viborg hafði þá betur gegn Kolding en Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í hópi vegna veikinda.

Viborg vann 4-2 og er með fjögur stig eftir fyrstu umferðirnar.

Esbjerg 1 - 0 Koge
1-0 Yuri Yakovenko ('2)

Viborg 4 - 2 Kolding
1-0 Jeff Mensah ('7)
1-1 Adam Jakobsen ('19)
2-1 Jeff Mensah ('40)
3-1 Sebastian Gronning ('45)
3-2 Oliver Drost ('50)
4-2 Jacob Bonde ('64)

Í sænsku B-deildinni lék Bjarni Mark Antonsson allan leikinn á miðjunni er Brage hafði betur gegn GAIS.

Heimamenn tóku forystuna á 68. mínútu þegar Douglas Karlberg skoraði. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna og tókst gestunum að minnka muninn en jöfnunarmarkið kom aldrei.

Bjarni og félagar eru í sjötta sæti, fjórum stigum frá umspilssæti um sæti í efstu deild.

Brage 2 - 1 GAIS
1-0 Douglas Karlberg ('68)
2-0 Douglas Karlberg ('78)
2-1 RIchard Yarsuvat ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner