Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. september 2021 12:14
Elvar Geir Magnússon
„Hef áhuga á öllum skemmtilegum verkefnum og Fjölnir er eitt af þeim"
Lengjudeildin
Það er komið að kveðjustund hjá Ágústi.
Það er komið að kveðjustund hjá Ágústi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason stýrir sínum síðasta leik með Gróttu í næstu viku en á dögunum var tilkynnt að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Ágúst stýrði liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra en það féll og er nú í fimmta sæti Lengjudeildarinnar.

Eftir 8-0 sigur gegn Aftureldingu í gær var Ágúst spurður út í þessa ákvörðun að kveðja Gróttu.

„Ég hef lítið um það að segja nema að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá mér og félaginu. Mín bíður þá eitthvað verkefni sem verður vonandi spennandi. Sjáum hvort einhver félög klukki mann og vilji fá mann á næsta ári. Það verður að koma í ljós," segir Ágúst.

„Ég tók þessa ákvörðun fyrir tveimur árum að koma á Nesið og ég sé ekki eftir því. Þetta hefur verið frábær tími, frábær klúbbur. Það er einn leikur eftir, það verður lokahóf á laugardaginn og svo leikur við ÍBV á miðvikudaginn. Þá verður kveðjustund."

Ágúst segist ekki hafa í huga að taka sér frí frá þjálfun. Hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag Fjölni sem er í þjálfaraleit.

„Ég hef áhuga á öllum skemmtilegum verkefnum og Fjölnir er eitt af þeim," sagði Ágúst spurður út í þær sögusagnir en Fjölnir er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar.

Hann var einnig á lista sem Fótbolti.net birti í gær yfir tíu þjálfara sem mögulega gætu tekið við ÍBV.
Gústi Gylfa: Að vinna 8-0 er með ólíkindum
Athugasemdir
banner
banner
banner