Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. nóvember 2020 16:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sævar Péturs: KSÍ og félögin þurfa að endurmeta stöðuna eftir þetta
Sævar Pétursson
Sævar Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn en þar ræddi hann um fjármál íslensku félaganna.

Ísland tapaði gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudag. KSÍ hefði fengið einn og hálfan milljarð fyrir sæti á EM og mörg félög voru að vonast til að fá greiðslur ef að það hefði gengið.

„Þetta er skrýtið rekstrarumhverfi eftir árið 2020. Að hafa svona mikið fjármagn undir fyrir hreyfinguna í heild sinni var gríðarlega mikilvægt. KSÍ og félögin sem höfðu horft á þetta þurfa að endurmeta stöðuna eftir þetta," sagði Sævar í þættinum.

„Ef við skoðum hvað þetta þýddi fyrir íslensk félög eftir EM síðast þá komu rúmar 450 milljónir króna sem deildust niður á félögin. Stærstu félögin voru að fá á milli 15 og 18 milljónir."

„Vissulega fórum við lengra en inn í keppnina þar en á móti kemur þá voru heildartekjur 1,9 milljarður. Félögin voru því að fá 25% af kökunni. Bara það að komast inn á EM hefði gefið einn og hálfan milljarð. Ef menn hefðu horft í svipaðan hlut þá hefðu það verið 375 milljónir sem hefðu farið inn til íslenskra félaga. Við erum alltaf að tala um ef og hefði. Peningurinn hefði þurft að koma í hús og svo hefði stjórn KSÍ þurft að samþykkja á ársþingi að útdeila peningunum."


Sævar segir að óvissa í fjárhagi félaganna hafi áhrif á leikmannamál. „Það sést á leikmannamarkaðinum í haust að það hefur sjaldan verið jafn lítið að gerast," sagði Sævar.

KSÍ gaf út fyrr á árinu að búist væri við 60 milljóna króna tapi á rekstri sambandsins en líklegt er að sú upphæð hætti. Nánar var rætt um fjárhag KSÍ og félaganna í þættinum.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn. Spjallið við Sævar byrjar eftir rúman klukkutíma.
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskipti hjá Íslandi og Pepsi Max tíðindi
Athugasemdir
banner
banner