Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 16. nóvember 2020 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Suarez ekki með gegn Barcelona - Smitaðist af veirunni
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez verður ekki með Atlético Madríd gegn sínum gömlu félögum í Barcelona um helgina en hann er með kórónuveiruna.

Suarez gekk til liðs við Atlético frá Barcelona fyrir þetta tímabil en hann er með 5 mörk í 9 leikjum til þessa.

Hann verður hins vegar ekki með Atléticó gegn Börsungum á laugardag en úrúgvæska knattspyrnusambandið tilkynnti í kvöld að hann Suarez hafi greinst með veiruna og sé nú í einangrun.

Þetta þýðir það að hann missir af landsleiknum gegn Brasilíu sem og leik Atlético gegn Barcelona.

Þetta er mikið högg fyrir Atlético sem er í þriðja sæti spænsku deildarinnar með 17 stig, sex stigum á undan Barcelona og einu stigi á undan Real Madrid.
Athugasemdir
banner