Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. nóvember 2022 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Quieroz: Leikmönnum frjálst að mótmæla
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Carlos Quieroz, portúgalskur landsliðsþjálfari Íran, segir að landsliðsmönnum sínum sé frjálst að mótmæla yfir aðstæðum í heimalandinu meðan þeir eru staddir á HM í Katar.


Níu leikmenn af 25 í landsliðshópi Íran sem fer á HM leika í heimalandinu og verður áhugavert að fylgjast með hvort og hvernig landsliðsmenn munu mótmæla í Katar.

Samkvæmt mannréttindasamtökum í Íran hafa minnst 326 mótmælendur látist á tveimur mánuðum frá því að mótmælin hófust. Mótmælin hófust í kjölfarið af andláti Mahsa Amini, 22 ára konu sem hafði verið handtekin fyrir að klæðast slæðu sinni á refsiverðan hátt, í lögregluvörslu. Af þessum 326 látnum eru 43 börn undir 18 ára aldri og 25 konur.

Landsliðsmenn Íran mótmæltu með að hylja landsliðsmerkið á treyjum sínum þegar þeir spiluðu æfingaleiki fyrir HM í september. 

„Landsliðsmönnum Íran er frjálst að mótmæla, eins og leikmönnum frá öllum öðrum löndum, svo lengi sem þeir fylgja reglum Heimsmeistarakeppninnar og fótboltans," sagði Quieroz, sem hefur meðal annars starfað sem aðstoðarþjálfari Sir Alex Ferguson hjá Manchester United auk þess að hafa stýrt Real Madrid og portúgalska landsliðinu.

„Þeir geta líka tjáð sig með frammistöðu sinni á vellinum og ég veit að þeir eru aðeins með eitt í huganum - að berjast til að komast upp úr riðlakeppninni."

Íran er í riðli með Englandi, Wales og Bandaríkjunum á HM.


Athugasemdir
banner
banner