
Króatía og Marokkó mætast á morgun klukkan 15 í leiknum um þriðja sætið á HM í Katar. Liðin áttust við í fyrstu umferð F-riðils en þar enduðu leikar 0-0.
Walid Regragui, þjálfari Marokkó, lofar opnari og skemmtilegri leik á morgun en þegar liðin mættust í riðlinum.
Walid Regragui, þjálfari Marokkó, lofar opnari og skemmtilegri leik á morgun en þegar liðin mættust í riðlinum.
„Við vissum að Króatía yrði eitt besta lið keppninnar. Eftir fyrsta leikinn fékk króatíska liðið skot á sig fyrir að ná ekki að vinna Marokkó, svo komust bæði lið í undanúrslitin," segir Regragui.
„Það má búast við mjög ólíkum leik á morgun frá fyrri leiknum. Þá var mikil virðing, langur undirbúningur að baki og liðin hikandi. En á morgun eru bæði liðin búin að spila miklu meira."
„Vonandi bjóðum við upp á góða skemmtun í lok mótsins. Það verður taktísk barátta og bæði lið vilja vinna en ég býst við opnari leik af beggja hálfu."
Walid Regragui segir að það sé vissulega þreyta og meiðsli í leikmannahópi sínum en segir að leikurinn verði ekki nein 'gönguferð í garðinum' fyrir Króata.
Athugasemdir