Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 17. janúar 2021 15:37
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Man Utd: Shaqiri byrjar - Cavani á bekknum
Englandsmeistarar Liverpool taka á móti stórveldi Manchester United í risaslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Það hefur sjaldan verið jafn mikil eftirvænting fyrir þessum fjandslag en liðin eru um svipaðar slóðir í toppbaráttunni sem stendur.

Jürgen Klopp og Ole Gunnar Solskjær eru búnir að staðfesta byrjunarliðin sín og er ýmislegt sem kemur á óvart.

Liverpool er að glíma við mikil meiðslavandræði í vörninni hjá sér og munu Fabinho og Jordan Henderson spila sem miðverðir. Þá er pláss fyrir Xherdan Shaqiri í byrjunarliði Liverpool en hann hefur ekki byrjað úrvalsdeildarleik í rúmt ár.

Shaqiri heldur Alex Oxlade-Chamberlain, Curtis Jones og Takumi Minamino á varamannabekknum.

Solskjær geymir Mason Greenwood og Edinson Cavani á bekknum og mætir til leiks með fleiri miðjumenn en vanalega. Það verður áhugavert að sjá hvort hann sé að breyta leikskipulagi Rauðu djöflanna eða hvort Paul Pogba verði færður út á kant.

Anthony Martial, Marcus Rashford og Bruno Fernandes mynda áhugaverða sóknarlínu og verður Scott McTominay á miðsvæðinu ásamt Fred.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Henderson, Robertson, Wijnaldum, Thiago, Shaqiri, Salah, Mane, Firmino
Varamenn: Kelleher, Milner, Oxlade-Chamberlain, Jones, Minamino, Origi, R Williams, Phillips, N Williams

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, Fred, Pogba, McTominay, Fernandes, Rashford, Martial
Varamenn: Henderson, Bailly, Cavani, Mata, Greenwood, Telles, Matic, Van de Beek, Tuanzebe
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner