Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Þór og Þór/KA með sigra
Guðni Sigþórsson gerði tvennu fyrir Þórsara.
Guðni Sigþórsson gerði tvennu fyrir Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram tveir leikir í Kjarnafæðismótinu í dag; einn leikur í karlaflokki og einn leikur kvennaflokki.

Þór burstaði KA 2, 4-0, í A-deild Kjarnafæðismóts karla þrátt fyrir að hafa lent manni færri eftir aðeins um 15 mínútna leik. Sigurður Marinó Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið en Þór vann leikinn sannfærandi þrátt fyrir það.

Sameiginlegt lið Þórs og KA vann þá sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. í Kjarnafæðismóti kvenna. Margrét Árnadóttir skoraði bæði mörk Þórs/KA í leiknum.

Þór 4 - 0 KA 2
1-0 Bjarki Þór Viðarsson
2-0 Guðni Sigþórsson
3-0 Guðni Sigþórsson
4-0 Elvar Baldvinsson
Rautt spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson, Þór ('15)

Þór/KA 2 - 0 Fjarðab/Höttur/Leiknir
1-0 Margrét Árnadóttir ('10)
2-0 Margrét Árnadóttir ('29)
Athugasemdir
banner
banner
banner