Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. janúar 2022 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta kerfi er eitt mesta þrotið í heimsfótboltanum í dag"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið lék æfingaleik gegn Suður-Kóreu á laugardag Leiknum lauk með 5-1 sigri Suður-Kóreu og voru yfirburðir suður-kóreska liðsins miklir.

Þetta var ekki opinber landsleikjavika svo landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson gat ekki teflt fram sínu sterkasta liði upp. Á blaðamannafundi eftir leikinn talaði Arnar um að nokkrir leikmenn suður-kóreska liðsins væru að gegna herskyldu í heimalandinu og væru því ekki á mála hjá sterkari liðum í Evrópu.

Í íslenska liðinu voru leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og alls átta í hópnum eru á mála hjá íslenskum félögum. Hjörvar Hafliðason ræddi stuttlega um leikinn í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Þar kom hann inn á yfirburði Suður-Kóreu og benti Arnari á að þar sem margir leikmenn Breiðabliks hefðu verið inn á þá gengi ekki að sitja til baka, ef það hefði verið planið þá hefði Arnar betur haft leikmenn frá HK þar sem Blikar spila sóknarbolta.

„Ef þú ætlar að spila með fullt af Blikum þá ertu ekki að fara leggjast með liðið. Þeir eru að pressa eins og brjálæðingar útum allan völl þarna í Kópavoginum, þetta var eins vitlaust og það gat verið. Þú þarft að ná í menn í Kórnum ef þú ætlar að liggja til baka," sagði Hjörvar og hló. Þess má geta að Hjörvar er stuðningsmaður HK.

Hjörvar er ekki hrifinn af því leikkerfi sem íslenska liðið hefur spilað undir stjórn Arnars.

„Eitt mesta þrotið í heimsfótboltanum í dag er þetta 4-1-4-1 kerfi. Hættu með þetta, takk, bara eitthvað annað en þetta," sagði Hjörvar.

Sjá einnig:
Nokkrir leikmenn sem ég hef verið mjög ánægður með
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner