Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   fös 17. janúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Herrera til Boca Juniors (Staðfest)
Ander Herrera, fyrrum miðjumaður PSG og Manchester United, hefur yfirgefið Athletic Bilbao og gengið til liðs við Boca Juniors í Argentínu.

Hann rifti samningi sínum við Athletic Bilbao þar sem hann átti sex mánuði eftir.

Herrera, sem er 35 ára, lék alls 189 leiki fyrir Bilbæinga alls en hann lék fyrst fyrir félagið 2011–2014.

Hann lék fyrir United 2014–2019 og vann FA-bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina á tíma sínum hjá Rauðu djöflunum.

Það hefur ætíð verið draumur hjá Herrera að spila fyrir Boca Juniors á La Bombonera leikvanginum. Þetta er því draumur að rætast fyrir þennan leikreynda miðjumann.


Athugasemdir
banner