mán 17. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Mignolet fær upplýsingar frá Liverpool fyrir Fantasy deildina
Simon Mignolet, markvörður Club Brugge, nýtir sér samböndin hjá fyrrum félagi sínu Liverpool þegar kemur að því að stilla upp liði í Fantasy deildinni á Englandi.

Mignolet og liðsfélagar hans í Club Brugge eru með einkadeild í Fantasy deildinni í ensku úrvalsdeildinni.

Mignolet fær upplýsingar frá gömlu liðsfélögum sínum til að hjálpa sér í deildinni.

„Ég er með Virgil (van Dijk), Jordan (Henderson) og Mo (Salah) í liðinu mínu," sagði Athletic.

„Ég er alltaf á að reyna að fá innanbúðar upplýsingar til að halda mér á toppnum!"
Athugasemdir
banner
banner