Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 17. febrúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Rangers brutu sóttvarnarreglur - Verða sektaðir
Bongani Zungu, Nathan Patterson, Calvin Bassey, Dapo Mebude og Brian Kinnear, leikmenn Rangers, hafa verið settir í einangrun eftir að þeir brutu sóttvarnarreglur.

Leikmennirnir fóru í partý í heimahúsi á dögunum og brutu þar með reglur. Rangers ætlar að sekta leikmennina fyrir að brjóta reglurnar.

Steven Gerrard, stjóri Rangers, segist vera svekktur yfir hegðun leikmannanna.

„Ég reyni að halda áfram og einbeita mér að mikilvægum hlutum," sagði Gerrard.

Rangers er með 18 stiga forskot á Celtic á toppi skosku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Royal Antwerp í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner