Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 17. febrúar 2021 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fylkir skoraði þrjú gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 3 - 2 ÍBV
1-0 Arnór Borg Guðjohnsen ('11)
2-0 Orri Sveinn Stefánsson ('42)
3-0 Óskar Borgþórsson ('49)
3-1 Eyþór Orri Ómarsson ('75)
3-2 Eyþór Daði Kjartansson ('94)

Fylkir og ÍBV áttust við í Lengjubikarnum í kvöld og komust Árbæingar yfir þegar hinn tvítugi Arnór Borg Guðjohnsen skoraði á elleftu mínútu.

Orri Sveinn Stefánsson tvöfaldaði forystu Fylkis skömmu fyrir leikhlé og gerði Óskar Borgþórsson þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks.

Eyjamenn komu til baka undir lok leiksins en gerðu þó ekki nóg til að ná sér í stig.

Eyþór Orri Ómarsson og Eyþór Daði Kjartansson skoruðu sitt hvort markið á lokakaflanum.

Liðin áttust við í fyrstu umferð Lengjubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner