Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 17. mars 2020 09:46
Elvar Geir Magnússon
Manchester United hættir að æfa
Leikmenn Manchester United hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að mæta ekki til æfinga.

United hefur verið að æfa síðan liðið rúllaði yfir LASK í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag.

Nú hefur leikmönnum verið sagt að æfingar á Carrington svæðinu hafi verið felldar niður vegna kórónaveirunnar.

Skipulag félagsins eru í stöðugri endurskoðun og ekki vitað hversu lengi æfingaleysið mun standa yfir.

Næsti skráði leikur United er deildarleikur gegn Brighton þann 4. apríl en það er gríðarlega ólíklegt að spilað verði á þeim tíma.

Ensk úrvalsdeildarfélög munu funda um stöðuna á fimmtudag.
Athugasemdir
banner