banner
   fös 17. mars 2023 10:16
Elvar Geir Magnússon
Hver verður næsti stjóri Palace?
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl.
Mynd: EPA
Patrick Vieira var rekinn frá Crystal Palace í morgun, á sjálfan Saint Patrick's Day!

Veðbankar eru þegar farnir að velta sér upp úr því hver taki nú við stjórnartaumunum. Ýmsir orðrómar eru í gangi en nú þegar er Ralph Hasenhuttl, fyrrum stjóri Southampton, efstur á listanum.

Þú veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur og margir stuðningsmenn Southampton sakna Austurríkismannsins.

Rafael Benítez er nefndur en hann hefur verið án stjórastards síðan hann yfirgaf Everton. Ákaflega reynslumikill en er hann rétti maðurinn til að leysa sóknarvandamál Palace?

Nuno Espirito Santo gerði góða hluti hjá Wolves en átti í erfiðleikum hjá Tottenham. Hann stýrir í dag Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Það fór ekki vel hjá Steven Gerrard hjá Aston Villa en gæti Palace verið rétti staðurinn til að vinna upp orðsporið sem stjóri?

Ange Postecoglou hefur gert frábæra hluti með Celtic í Skotlandi og er reglulega orðaður við ensku úrvalsdeildina.

„Brottrekstur Patrick Vieira frá Crystal Palace kemur ekki á óvart ef vandræði Palace á þessu ári eru skoðuð. Skortur á mörkum hefur verið stórt vandamál og Palace hefur ekki unnið síðan gegn Bournemouh á nýársdag," segir Alex Howell hjá BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner