Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mán 17. mars 2025 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur fær sekt og missir sætið í undanúrslitum Lengjubikarsins
Dalvík/Reynir fær einnig sekt
Þórdís Hrönn skipti í Víking á dögunum.
Þórdís Hrönn skipti í Víking á dögunum.
Mynd: Víkingur
KSÍ greindi frá því í dag að Víkingur og Dalvík/Reynir hefðu fengið sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í Lengjubikar kvenna.

Bæði lið eru sektuð um 120 þúsund krónur fyrir brotið og tapa leikjunum sjálfkrafa 0-3.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék með Víkingi í leik liðsins gegn Keflavík í A-deild Lengjubikarsins á föstudag en hún var þá skráð í Val. Hún fékk leikheimild með Víkingi í dag. Víkingur sigraði Keflavík, 5-0, en Keflavík er dæmdur 0-3 sigur þar sem Þórdís lék í leiknum. Hún lék fyrstu 54 mínútur leiksins.

Þar sem Víkingur missir af stigunum þremur þá missir liðið af sæti í undanúrslitum keppninnar. FH endar í 2. sæti riðils tvö og mætir Þór/KA í undanúrsltum.

Marsibil Stefánsdóttir lék með Dalvík/Reyni gegn Smára á dögunum í C-deild Lengjubikarsins. Hún var þá skráð í KA en fékk félagaskipti til Dalvíkur í morgun. Smári vann leikinn 1-0 en er dæmdur 3-0 sigur.
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir