Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur um Berglindi: Skal svara því bara ef hún kemur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net sagði frá því fyrir stuttu að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri að ganga í raðir Vals. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var spurður út í þau tíðindi eftir tap gegn Víkingi Reykjavík í Meistarakeppni KSÍ í gærkvöldi.

Pétur var spurður að því hvernig væri að fá Berglindi til félagsins og svaraði hann einfaldlega:

„Það er ekkert klárt. Ég skal svara því bara ef hún kemur."

Berglind er samningsbundin franska félaginu Paris Saint-Germain í sumar en hún mun ekki framlengja þann samning.

Landsliðsframherjinn er að snúa til baka eftir barnsburð en hún eignaðist sitt fyrsta barn í desember.

Valur missti í vetur markadrottningu síðasta tímabils þegar Bryndís Arna Níelsdóttir fór til sænska félagsins Växjö. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir hefur leitt framlínuna hjá Val í vetur og er Nadía Atladóttir annar möguleiki í þá stöðu.

Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum.
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner