Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta segja íslenskir stuðningsmenn Arsenal fyrir lokaumferðina
Arsenal er í öðru sæti fyrir lokaumferðina.
Arsenal er í öðru sæti fyrir lokaumferðina.
Mynd: Getty Images
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson tekur hér viðtal við Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða.
Einar Örn Jónsson tekur hér viðtal við Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
El Jóhann.
El Jóhann.
Mynd: Úr einkasafni
Kiddi Guðbrands, Siggi Jóns og Mihajlo Bibercic.
Kiddi Guðbrands, Siggi Jóns og Mihajlo Bibercic.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sverrir Mar Smárason hér með frænda sínum, Andra Júlíussyni.
Sverrir Mar Smárason hér með frænda sínum, Andra Júlíussyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal mætir Everton í lokaumferðinni.
Arsenal mætir Everton í lokaumferðinni.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í heild sinni á sunnudaginn. Manchester City er með örlögin í höndum sér eftir að hafa lagt Tottenham að velli í áhugaverðum leik núna í miðri viku.

Arsenal hefur átt frábært tímabil en er tveimur stigum á eftir City fyrir síðustu umferð deildarinnar. Arsenal, sem er með aðeins betri markatölu en City, þarf að treysta á það að West Ham taki stig gegn ríkjandi Englands- og Evrópumeisturunum á meðan Lundúnafélagið þarf að leggja Everton að velli.

Við heyrðum í nokkrum Arsenal stuðningsmönnum núna í vikunni og tókum stöðuna á þeim fyrir lokaumferðina. Við lögðum fyrir þá þessar spurningar:

- Leikur Tottenham og Man City, hvernig var að horfa á hann?

- Hvernig líður þér fyrir lokaumferðina? Eru miklir möguleikar á að Arsenal endi sem meistari?

- Hvernig horfirðu á tímabilið ef liðið missir af titlinum?

- Hver hefur verið besti leikmaður Arsenal á þessu tímabili?

Svona voru svörin:

Albert Hafsteinsson
- Ég horfði á fyrri hálfleikinn með öðru auganu og fannst Tottenham betri. Maður gerði þau mistök að gera sér upp vonir og það gerði þetta enn meira svekkjandi. Það var martröð að sjá Son klúðra þessu færi.

- Maður fer inn í leikina með litlar væntingar. Árangur West Ham gegn City er hálfgerður harmleikur. Frammistaða City í síðasta leik var hins vegar ekki lofandi. Þetta eru í kringum 10% líkur ef maður horfir raunsætt á þetta.

- Þetta tímabil hefur verið frábært. Við höfum unnið 15 af síðustu 17 leikjum og í eðlilegum heimi værum við að hlaupa með þessa deild. Ég kýs frekar að mistakast með sæmd en vinna með svindli eins og City hefur verið að gera. Það eina í stöðunni er að halda áfram að minnka bilið í þá. Ef fram heldur sem horfir munum við enda uppi sem meistarar á næsta ári. Fangs er von af frekum úlfi.

- Declan Rice

Einar Örn Jónsson
- Ég horfði ekki. Eftir flott Arsenal-tímabil nennti ég ekki að láta Tottenhamleik gera mig pirraðan eða svekktan. Skoðaði stöðuna í hálfleik og eftir leik og lét það duga. Var nokkuð brattur í hálfleik en niðurstaðan var svo fyrirsjáanleg. Eins og skáldið Chiellini orti: It’s the history of the Tottenham.

- Ég myndi halda að Arsenal hefði 10% séns. City er suddalega gott lið og hafa ekki tapað síðan í desember. Það er ofsalega hæpið að þeir misstígi sig gegn West Ham. Arsenal klárar Everton en það dugar ekki þetta árið.

- Áframhaldandi leið upp á við. Fleiri sigrar, fleiri mörk og færri fengin á sig en í fyrra. Allir þættir liðsins betri í ár en í fyrra. Nú þarf bara að bæta aðeins á kunnáttuna í titilbaráttu sem City hefur umfram Arsenal.

- Það er fjandi snúið. Margir verið frábærir. Væri einfalt að nefna Ödegaard eða Saka en ég ætla að velja Saliba. 22 ára gutti og besti miðvörður deildarinnar. Lykilgaurinn í bestu vörn deildarinnar.

El Jóhann
- Það var bara eintóm kvöl og pína. Gott að sjá samt hvað Bentancur er mikill Arsenal stuðningsmaður. Kæmist aldrei í Arsenal liðið samt en gott að vita af góðum stuðningsmönnum, hvort sem er hér heima eða erlendis.

- Ég er kokhraustur vitandi að West Ham er með opna klásúlu sem skilar þeim 5 milljónum punda aukalega ef Rice lokar deildinni. Finnst það vera það minnsta sem Arsenal getur gert að borga þeim meira fyrir hann þar sem félagskiptin hans voru rán. Miði er möguleiki. David Moyes kann alveg að leggja rútunni og James Ward-Prowse þarf bara eina aukaspyrnu, það er eins og víti fyrir aðra leikmenn.

- Hægt að byggja á þetta. Má ekki gleyma að við unnum titil á tímabilinu. Samfélagsskjöldurinn virti. Ef Arsenal endar í öðru sæti þá stóðum við okkur frábærlega seinni hluta mótsins. Dýrt að sjá Villa taka af okkur sex stig en mjög gott að tapa ekki á móti hinum svokölluðu "Stóru 6". Gaman að bæta met fyrir flesta "5-0 eða stærra" sigra á einu tímabili. Má ekki líta framhjá því heldur að meðalaldur liðsins er 25 ár og framtíðin er björt.

- Auðvelt að benda á menn eins og Havertz, Odegaard, Saliba, Saka og Golden Glove Raya til dæmis en fyrir mér er það Declan Rice. Eini leikmaður sem ég man eftir í nokkru liði sem hefur farið í gegnum heilt tímabil án þess að eiga það sem er hægt að kalla lélegan leik. Góð tilbreyting líka fyrir okkur Arsenal menn að það eru einn, kanski tveir sem er hægt að tala um að hafi átt heilt yfir slæmt tímabil.

Kristinn Guðbrandsson
- Eftir fyrri hálfleikinn í Tottenham - City var ég kominn með smá von um að Spurs gæti mögulega fengið eitthvað úr þessum leik, mér fannst City smá ólíkir sjálfum sér í þessum leik. En um leið og markið kom 0-1 hvarf sú von. En það voru svo sem tækifæri í þessu fyrir Spurs þegar Kulusevski og Son fengu hreint geggjuð færi.

- Ég held að City misstígi sig ekki á sunnudaginn. Því miður. En aldrei að segja aldrei. Menn bjuggust nú ekkert endilega við því að Arsenal myndi vinna Liverpool á Anfield 1989, 0-2, en það gerðist.

- Ég er mun svekktari að vinna ekki þetta tímabil en tímabilið í fyrra. Mér finnst við vera með nógu gott lið til að vinna þetta mót, í fyrra átti ég aldrei von á neinu. Ég held samt að þegar upp er staðið þá séum við bara á góðum stað með liðið, aldurssamsetningin er góð, það er kominn flottur taktur í liðið og töluverður stöðugleiki. Lið geta alveg verið góð þó þau vinni ekki mótið.

- Það eru ansi margir sem geta tilkall til þess að vera bestur. White, Saliba, Gabriel, Rice, Ödegaard, Saka og Havertz. Ég held að ég geti ekki gengið framhjá Declan Rice. Hann hefur algjörlega verið frábær á þessu tímabili.

Sverrir Mar Smárason
- Það var í raun bara nákvæmlega eins og ég bjóst við. Tottenham verður alltaf Tottenham, þeir hafa aldrei og munu líklega aldrei gera neitt af viti þegar eitthvað er undir. Þeir voru voða flottir en klúðruðu svo öllum færum, bara týpískt fyrir þá. Maður var búinn að búa sig undir þetta þó maður þóttist vona að eitthvað myndi breytast í þetta skiptið.

- Ég horfi ekki á þetta sem mikla möguleika á meðan City er fyrir ofan í töflunni. Mér líður ágætlega samt, ég er ekki einn af þeim þar sem gengi Arsenal stýrir skapinu mínu alla jafna. Það gæti hins vegar orðið öðruvísi ef West Ham kemst yfir og City taka annað AGUEROOOOO.

- Fínt tímabil. Aftur í CL eftir fjarveru, klaufar að fara ekki áfram þar en allt í reynslubankann. Ennþá inn í þessu fram á síðasta leik sem er skref fram á við, ekki þetta kox eins og fyrri ár. Þetta eru 2-3 leikir um jólin sem skemma fyrir en liðið er ungt og sækir fram á við.

- Martin Ödegaard algjör yfirburðarmaður. Declan Rice þar á eftir, þvílíkt bargain sem það var.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner