Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fim 17. júní 2021 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 8. umferð - Reyndi við þrennuna með hjólhestaspyrnu
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings.
Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj hefur spilað á Íslandi frá 2016. Hann hefur aldrei skorað fleiri mörk en núna.
Nikolaj hefur spilað á Íslandi frá 2016. Hann hefur aldrei skorað fleiri mörk en núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Orðinn markahæstur í deildinni. Skoraði bæði mörkin í dag og reyndi svo við þrennuna með hjólhestaspyrnu! Segir sitt um sjálfstraustið í þeim danska!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í skýrslu sinni frá leik Víkings og FH í Pepsi Max-deildinni.

Hann var þar að tala um Nikolaj Hansen, sóknarmann Víkings, sem skoraði bæði mörk Víkinga í leiknum. Hann er leikmaður áttundu umferðar Pepsi Max-deildarinnar að mati Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Úrvalslið 8. umferðar

Hansen hefur aldrei skorað meira á einu tímabili og hann er búinn að gera núna. Það eru bara átta leikir búnir.

„Ég held að það sé blanda af mörgu. Liðið er að standa sig mjög vel og ég get einbeitt mér meira að því að vera í teignum. Ég er líka í mun betra formi og komst í gegnum undirbúningstímabilið án þess að meiðast. Svo virðist sem boltinn sé mikið að falla fyrir fætur mína í augnablikinu," segir Nikolaj við Fótbolta.net.

„Við erum að vinna mun betur sem lið. Við höfum unnið mikið í skipulagi og hvernig við verjumst. Svo eru leikmenn í liðinu líka bara að stíga aðeins meira upp en í fyrra. Varnarleikurinn hefur verið lykillinn í þessum átta leikjum til þessa og það hjálpar okkur í sókninni."

Nikolaj hefur spilað á Íslandi frá 2016, en hvað er það við Ísland sem er svona heillandi?

„Það er frekar einfalt. Ég kann mjög vel við Ísland og lít á landið sem heimili mitt. Ég á íslenska kærustu. Ég sakna Danmerkur en þá er gott að eiga langt vetrarfrí. Mér líður mjög vel í Víkingi."

„Ég held að við getum farið mjög langt. Það er ástæða fyrir því að við erum eina taplausa lið deildarinnar. Það er mjög erfitt að spila gegn okkur og við lítum mjög vel út. Hvort við vinnum deildina eða endum í þriðja sæti, eða hvað eina - það verður bara að koma í ljós. Við tökum leik fyrir leik; það er mjög jafnt á toppnum og fullt af góðum liðum."

Leikmenn umferðarinnar:
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner