Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Annað mark tekið af Belgum - 44 marktilraunir án marks
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Belgar hafa verið í gríðarlegu basli með að skora á stórmótum að undanförnu og lagaðist það ekki þegar þeir mættu Slóvökum í dag.

Slóvakía tók forystuna snemma leiks og fengu Belgar urmul færa í leiknum án þess að takast að jafna. Romelu Lukaku setti boltann í netið í tvígang og í bæði skiptin var dæmt mark, en þeirri ákvörðun breytt eftir nánari athugun í VAR herberginu.

Í fyrra skiptið var öxlin hans Lukaku rangstæð eftir skalla eftir fyrirgjöf í kjölfar hornspyrnu, en mögulegt er að boltinn hefði ratað í netið af sjálfsdáðum ef Lukaku hefði ekki skorist inn í.

Sjáðu rangstöðudóminn á Lukaku

Í seinna markinu handlék Loïs Openda boltann áður en hann átti magnaða stoðsendingu á Lukaku, sem skoraði af stuttu færi.

Þar var notuð ný tækni þar sem flaga sem er í boltanum greindi frá snertingunni þegar boltinn kom við hendi Openda.

Belgar eru afar ósáttir með þessa ákvörðun. Þeir segja að bakhrinding frá leikmanni Slóvakíu hafi valdið því að Openda snerti boltann með hendi.

Sjáðu hendina á Openda

Á milli þessa atvika fengu Belgar frábær færi til að jafna og bjargaði Ivan Schranz, markaskorari Slóvaka, meðal annars á marklínu.

Belgía átti í heildina 13 skráðar marktilraunir gegn Slóvökum og hefur núna átt 44 marktilraunir frá því að liðið skoraði síðast mark á stórmóti.

Belgar skoruðu aðeins eitt mark í riðlakeppni HM 2022, í 1-0 sigri gegn Kanada í fyrstu umferð. Þeir áttu 6 marktilraunir í seinni hálfleik gegn Kanada án þess að skora og mistókst svo að skora í 10 tilraunum gegn Marokkó og 15 tilraunum gegn Króatíu.

Sjáðu marklínubjörgunina
Athugasemdir
banner
banner