Viðtal við virtan hollenskan blaðamann
Wilhelm Vissers, blaðamaður De Volkskrant í Hollandi, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Íslendingum, en hann spáir hollenskum sigri. Fótbolti.net tók ítarlegt viðtal við hann fyrir leikinn gegn Hollendingum þar sem hann sagði ýmislegt áhugavert.
,,Við verðum að vinna Ísland. Ég heyrði að íslenska liðið væri til þess ekki búið að ná sigri á Evrópumóti, þær fóru þangað í fyrsta skiptið fyrir fjórum árum og töpuðu öllum þremur leikjunum, en núna hafa þær náð einu jafntefli, sem er gott og þær eru að verða betri, en Holland hefur metnað til að fara lengra, annars fara þær heim," sagði Vissers.
,,Síðast komst Holland í undanúrslit mótsins og fótbolti er mjög stór í Hollandi og stærsta íþróttin þar, en ég hef séð og heyrt góða hluti um íslenska boltann. Í karlaboltanum höfum við séð góða leikmenn eins og Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, svo Ísland hefur mikla hæfileika og í raun ótrúlegt að 300 þúsund manna þjóð hafi svona mikla hæfileika í fótbolta."
,,Ég sá þær spila fyrir fjórum árum, einu sinni eða tvisvar, en ég þekki ekki alla leikmenn, svo þetta er í raun heimskulegt það sem ég segi en Holland er stærra og höfum úr meiru að moða svo við verðum að vinna þennan leik."
Vissers segir að markmið kvennalandsliðsins sé nú að spila meiri sóknarbolta eins og karlalandsliðið, en fyrir fjórum árum á Evrópumótinu spilaði liðið fremur mikinn varnarleik, enda fyrsta Evrópumót liðsins.
,,Hollenska liðið reynir að spila öðruvísi en fyrir fjórum árum. Þær spiluðu mjög varnarlega þá og það voru viss vonbrigði þar sem Holland spilar alltaf sóknarbolta og við viljum sjá fallegan fótbolta en þegar það kemur að kvennafótbolti þá hefur það verið öðruvísi."
,,Þær spiluðu varnarlega og voru með hraða framherja og þær vildu verjast og beita skyndisóknum. Þær spiluðu í átta liða úrslitum á móti Frökkum og unnu í vítaspyrnukeppni sem var ótrúlegt, en töpuðu svo í framlengingu í undanúrslitum. Núna spila þær meiri sóknarbolta og þær vilja spila eins og karlaliðið og stjórna leiknum, svo það verður töluvert erfiðara fyrir þær."
,,Á móti Norðmönnum var þetta erfitt, við gátum ekki skapað neitt. Norðmenn voru að bíða eftir að hollenska liðið sótti og Manon Melis er tildæmis best í skyndisóknum sem ekki var hægt að beita í þessum leik."
UEFA tekur upp á nýjum reglum á mótinu, en fari svo að öll liðin sem hafna í þriðja sæti í sínum riðli endi með jafnmörg stig þá þarf að draga tvö lið sem fara í 8-liða úrslitin. Wilhelm segir að þetta sé furðulegt, en það heiðarlegasta í stöðunni.
,,Venjulega þegar EM eða HM er í gangi, en þetta er heiðarlegast svona. Þessi þrjú lið sem enda í þriðja sæti hafa ekkert með hvort annað að gera. Það er ekki gert þetta á gamla mátann og núna er bara dregið ef öll liðin enda með jöfn stig og vonandi sýna þeir þetta í beinni útsendingu ef þetta gerist," sagði hann að lokum.
Athugasemdir