Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg ekki á leið aftur til Noregs
Ingibjörg hér fremst á myndinni.
Ingibjörg hér fremst á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt að sjá. Ég ætla að halda mér í formi. Það eru einhverjar hreyfingar í gangi og ég held að þetta sé allt að koma," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður landsliðsins, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í gær.

Hún var þar spurð hvernig næstu vikur yrðu hjá sér en hún er núna í leit að nýju félagi.

Ingibjörg, sem átti frábæran landsliðsglugga, spilaði síðustu mánuði með Duisburg í Þýskalandi en er núna í leit að nýrri áskorun.

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því á dögunum að Ingibjörg væri á óskalista Rosenborg í Noregi en hún lék áður með keppinautum þeirra í Vålerenga.

Hún segist hins vegar sjálf ekki vera á leið aftur til Noregs.

„Nei," sagði Ingibjörg einfaldlega þegar hún var spurð að því hvort hún væri að fara aftur til Noregs. Það er ekki möguleiki.

Það verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hennar verður.


Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Athugasemdir
banner