
ÍA vann 2-1 útisigur gegn Selfossi í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í kvöld.
Á 73. mínútu hélt Selfoss að það hefði jafnað í 2-2 en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hefði gefið merki um að mark hefði verið skorað.
Á 73. mínútu hélt Selfoss að það hefði jafnað í 2-2 en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hefði gefið merki um að mark hefði verið skorað.
„Þetta er eitthvað það ALSKRÍTNASTA sem ég hef séð á þeim tíma sem ég hef fylgst með knattspyrnu. Anna María tekur hornspyrnu sem fer beint á kollinn á Heiðdísi og hún skorar! Selfyssingar fagna vel og innilega, staðan 2-2 ef allt væri eðlilegt. Allt einu hleypur Bríet dómari að aðstoðardómaranum og þau ræða eitthvað saman og markið er dæmt af! Ég sá ekki hvað gerðist, mér sýndist ekkert gerast. Ótrúlegt og Selfyssingar eru brjálaðir!" skrifaði Arnar Helgi Magnússon sem lýsti leiknum á Fótbolta.net.
Atvikið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en við fengum þessa klippu senda frá lesanda. Við spyrjum lesendur: Af hverju var þetta mark dæmt af?
Athugasemdir