Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   þri 17. ágúst 2021 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján Guðmunds vill vekja athygli á tæklingu Örnu Sifjar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gaf kost á sér í viðtal eftir 2-0 tap í leik í baráttunni um þriðja sæti Pepsi Max-deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Stjarnan

Stjarnan heimsótti þá Þrótt R. í Laugardalinn og tapaði 2-0 án þess að skapa mikla hættu við mark andstæðinganna.

„Þetta var basl, mikill varnarleikur í fyrri hálfleik en við fórum framar á völlinn í seinni. Það var að bera ágætis árangur að vera aðeins framar en við sköpuðum held ég ekki færi," sagði Kristján sem var svekktur og taldi bæði mörk Þróttara hafa verið slysaleg.

Það vantaði tvo mikilvæga leikmenn í lið Stjörnunnar, Katrínu Ásbjörnsdóttur og Hildigunni Ýr Benediktsdóttur. Kristján er ósáttur með hversu litla umfjöllun tækling sem Katrin varð fyrir gegn Þór/KA í síðustu umferð hefur fengið. Hún fékk þá takkana frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í ökklann og hefði dómarinn líklegast átt að reka Örnu Sif af velli en hún var ekki spjölduð.

„Katrín er meidd eftir ljóta tæklingu í síðasta leik og ég skil ekki að fjölmiðlar skuli ekki fjalla meira um þá tæklingu. Hildigunnur er í sóttkví.

„Við erum búin að vera erfiðleikum með Þróttaraliðið og þetta var framför frá hinum leikjunum á móti þeim. Slysalegt tap en samt sanngjarnt að Þróttur hafi unnið leikinn."


Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner