
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gaf kost á sér í viðtal eftir 2-0 tap í leik í baráttunni um þriðja sæti Pepsi Max-deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 0 Stjarnan
Stjarnan heimsótti þá Þrótt R. í Laugardalinn og tapaði 2-0 án þess að skapa mikla hættu við mark andstæðinganna.
„Þetta var basl, mikill varnarleikur í fyrri hálfleik en við fórum framar á völlinn í seinni. Það var að bera ágætis árangur að vera aðeins framar en við sköpuðum held ég ekki færi," sagði Kristján sem var svekktur og taldi bæði mörk Þróttara hafa verið slysaleg.
Það vantaði tvo mikilvæga leikmenn í lið Stjörnunnar, Katrínu Ásbjörnsdóttur og Hildigunni Ýr Benediktsdóttur. Kristján er ósáttur með hversu litla umfjöllun tækling sem Katrin varð fyrir gegn Þór/KA í síðustu umferð hefur fengið. Hún fékk þá takkana frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í ökklann og hefði dómarinn líklegast átt að reka Örnu Sif af velli en hún var ekki spjölduð.
„Katrín er meidd eftir ljóta tæklingu í síðasta leik og ég skil ekki að fjölmiðlar skuli ekki fjalla meira um þá tæklingu. Hildigunnur er í sóttkví.
„Við erum búin að vera erfiðleikum með Þróttaraliðið og þetta var framför frá hinum leikjunum á móti þeim. Slysalegt tap en samt sanngjarnt að Þróttur hafi unnið leikinn."
Lestu um leikinn
Athugasemdir