Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. september 2019 12:46
Fótbolti.net
Gunnar Birgis: Fáránlegt ef Stjarnan sækir annan markvörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson er fyrrum markvörður Stjörnunnar.
Ingvar Jónsson er fyrrum markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Haraldur Björnsson átti stórleik og var valinn maður leiksins þegar Stjarnan gerði 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í gær.

Eftir að hafa fengið gagnrýni í upphafi móts hefur Haraldur heldur betur náð að rífa sig upp og fékk hann hrós í nýjasta Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður segir að Haraldur hafi algjörlega haldið Stjörnunni á floti í leiknum í gær.

„Ég hef aldrei séð svona, þetta er ótrúlegt. Hann var að verja skot í öllum regnbogans litum, skipti engu máli hvaðan skotið kom. Halli var mættur og var grípandi krossa hægri vinstri, mætandi út á réttum tíma. Hann varði einn gegn einum og þetta var bara ótrúleg frammistaða," segir Gunnar í Innkastinu.

„Allt mitt hrós á Halla fyrir kúvendinguna hjá honum á miðju tímabili. Hann sá í hvað stefndi og tók sig á. Hann hlustaði á Innkastið og við gáfum honum góð ráð enda miklir Halla Björns menn. Halli í standi gæti talist besti markvörður deildarinnar."

Ingvar Jónsson hefur verið orðaður við Stjörnuna en danskir fjölmiðlar sögðu frá því í síðasta mánuði að Ingvar gæti yfirgefið Viborg. Gunnar trúir því ekki að Stjarnan muni sækja annan aðalmarkvörð.

„Það er fáránlegt. Ég trúi því ekki að Stjarnan hendi Halla. Hann hefur sýnt svona frammistöðu með stöðugleika að undanförnu," segir Gunnar.


Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner