Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 17. september 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Toppdómarar settir á leikina mikilvægu í 2. deild
Ívar Orri dæmir á KV-Park.
Ívar Orri dæmir á KV-Park.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð 2. deildar karla verður leikin á morgun, laugardag, og þá ræðst hvort KV eða Völsungur muni fylgja Þrótti Vogum upp í Lengjudeildina.

KV, sem er í öðru sætinu með 38 stig (+9 í markatölu), á einmitt heimaleik gegn Þrótti en Völsungur, sem er með 37 stig (+8 í markatölu), heimsækir Njarðvík.

Lokaumferðin verður öll klukkan 14:00 á morgun.

Sjá einnig:
Ástríðan spáir - Hvort fer KV eða Völsungur upp í Lengjudeildina?

KSÍ hefur sett tvo úrvalsdeildardómara, sem báðir eru milliríkjadómarar, á stórleikina tvo á morgun.

Ívar Orri Kristjánsson, sem hefur verið valinn dómari ársins tvö síðustu ár, flautar leik KV og Þróttar í Vesturbænum. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson eru aðstoðardómarar. Gunnar Jarl Jónsson er eftirlitsmaður.

Helgi Mikael Jónasson dæmir í Njarðvík þar sem Völsungur verður í heimsókn. Steinar Gauti Þórarinsson og Rögnvaldur Þ Höskuldsson eru aðstoðardómarar. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er eftirlitsmaður.
Ástríðan - Húsavík nötraði og Höttur/Huginn tryggði sig upp
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner