Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. september 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi nálgast stjórastarfið hjá Brighton
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Roberto De Zerbi sé efstur á lista hjá Brighton yfir arftaka Graham Potter og að viðræður við félagið gangi vel.


Brighton hefur sett viðræður við De Zerbi í forgang þar sem þjálfarinn ræðir við stjórnendur um framtíðarstefnu félagsins.

De Zerbi stýrði síðast Shakhtar Donetsk í stríðshrjáðri Úkraínu en fyrir það gerði hann góða hluti með Benevento og Sassuolo.

Brighton hefur sérstaklega áhuga á þjálfaranum því hann leggur mikið traust á unga leikmenn og lætur liðin sín spila skemmtilegan fótbolta.

Potter gerði frábæra hluti með Brighton og verður erfitt að fylla í skarð hans. Chelsea rak Thomas Tuchel úr starfi og réði Potter til sín í staðinn.


Athugasemdir
banner
banner