Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 17. september 2023 21:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan fór í sneiðmyndatöku - „Má ekkert hreyfa mig"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það leit ekki vel út á Kópavogsvelli í dag þegar Kjartan Kári Halldórsson lá óvígur eftir á vellinum eftir um hálftíma leik.

FH-ingurinn lenti í samstuði við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks, ekki mátti hreyfa við Kjartani og þurfti að kalla til sjúkrabíl.

Sjá einnig:
Kjartan Kári fluttur með sjúkrabíl af Kópavogsvelli - „Maður er pínu sjokkeraður“

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

Leikurinn var stopp í um tíu mínútur og var Kjartan fluttur á sjúkrahús.

Fótbolti.net hafði samband við kantmanninn sem er staddur á sjúkrahúsi.

„Ég er nokkuð lemstraður, var að koma úr sneiðmyndatöku og bíð eftir niðurstöðu úr henni. Ég veit í raun ekki meira en það að svo stöddu."

„Ég veit ekki hvort ég verði hér í nótt, er uppi á slysó sem stendur. Ég er nokkuð verkjaður, má ekkert hreyfa mig og er búinn að liggja síðan þetta gerðist."

„Verkurinn er aðallega í hálsinum og svo er ég með mikinn hausverk,"
sagði Kjartan.
Athugasemdir
banner
banner