Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 17. september 2023 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Nýliðar Heidenheim náðu í fyrsta sigur tímabilsins - Darmstadt glutraði niður þriggja marka forystu
Nýliðar Heidenheim unnu í dag fyrsta sigur sinn í þýsku deildinni er liðið vann Werder Bremen, 4-2. Darmstadt og Borussia Mönchengladbach gerðu þá sex marka jafntefli.

Heidenheim hafði aðeins náð í eitt stig í fyrstu þremur leikjunum en mætti svo sannarlega til leiks í dag.

Tim Kleindienst kom heimamönnum yfir úr víti á 5. mínútu og bætti Eren Dinkci við öðru undir lok hálfleiksins með glæsilegu hlaupi þar sem hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum áður en hann skoraði.

Marvin Ducksch fékk tækifæri til að minnka muninn í byrjun síðari er gestirnir fengu vítapspyrnu. Markvörður Heidenheim varði spyrnuna en boltinn datt aftur fyrir Ducksch sem bætti upp fyrir klúðrið.

Mitchell Weiser jafnaði með skalla marki áður en nýliðarnir gerðu út um leikinn með tveimur góðum mörkum. Dinkci skoraði annað laglegt mark með skoti fyrir utan teig áður en Jan-Niklas Beste gulltryggði sigurinn, einnig með marki fyrir utan teig.

Heidenheim í 11. sæti með 4 stig en Bremen í sætinu fyrir neðan með 3 stig.

Nýliðar Darmstadt fóru illa að ráði sínu í 3-3 jafnteflinu gegn Borussia Mönchengladbach.

Heimamenn náðu þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum með mörkum frá Marvin Mehlem, Matej Maglica og Tim Starke, en Gladbach svaraði í síðari.

Það fór allt í hundanna þegar Maglica var rekinn af velli á 49. mínútu og vítaspyrna dæmd. Vítið var varið auðveldlega en leikmenn Gladbach létu það ekki á sig fá.

Jordan Siebatcheu og Florian Neuhaus skoruðu fyrir Gladbach áður en Tomas Cvancara bætti upp fyrir vítaklúðrið og sótti stig fyrir gestina. Gladbach er með 2 stig í 14. sæti en Darnstadt var að ná í sitt fyrsta stig.

Úrslit og markaskorarar:

Heidenheim 4 - 2 Werder
1-0 Tim Kleindienst ('5 , víti)
2-0 Eren Dinkci ('44 )
2-1 Marvin Ducksch ('49 )
2-1 Marvin Ducksch ('49 , Misnotað víti)
2-2 Mitchell Weiser ('64 )
3-2 Eren Dinkci ('68 )
4-2 Jan-Niklas Beste ('76 )

Darmstadt 3 - 3 Borussia M.
1-0 Marvin Mehlem ('8 )
2-0 Matej Maglica ('10 )
3-0 Tim Skarke ('33 )
3-0 Tomas Cvancara ('50 , Misnotað víti)
3-1 Jordan Siebatcheu ('56 )
3-2 Florian Neuhaus ('73 )
3-3 Tomas Cvancara ('77 )
Rautt spjald: Matej Maglica, Darmstadt ('49)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
15 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner