Andy Carroll er sterklega orðaður við franska félagið Bordeaux í dag.
Hann hefur undanfarið ár spilað með Amiens í frönsku B-deildinni, en gæti nú verið á leið í fjórðu efstu deild Frakklands.
Bordeaux fór í gjaldþrot í sumar og þurfti í kjölfarið að byrja í neðstu deild í Frakklandi.
Hann hefur undanfarið ár spilað með Amiens í frönsku B-deildinni, en gæti nú verið á leið í fjórðu efstu deild Frakklands.
Bordeaux fór í gjaldþrot í sumar og þurfti í kjölfarið að byrja í neðstu deild í Frakklandi.
Girondins de Bordeaux lék í frönsku B-deildinni á síðasta tímabili, endaði í 12. sæti af 20 liðum en var dæmt niður í National 2 deildina eftir gjaldþrotið.
Bordeaux hefur sex sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2009, og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá vann liðið Intertoto keppni UEFA árið 1995.
Carroll er 35 ára enskur framherji sem hefur leikið með Liverpool, West Ham og Newcastle á sínum ferli. Hann skoraði fjögur mörk í 31 leik með Amiens á síðasta tímabili.
Athugasemdir