Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt stærsta félag Frakklands ekki lengur atvinnumannalið
Stuðningsmenn Bordeaux.
Stuðningsmenn Bordeaux.
Mynd: Getty Images
Franska fótboltafélagið Bordeaux er gjaldþrota og er ekki lengur atvinnumannafélag. Félagið hefur verið dæmt niður í þriðju efstu deild Frakklands.

Bordeaux er sjötta sigursælasta félag Frakklands og varð síðast meistari 2009. Alls hefur félagið orðið franskur meistari í sex skipti og unnið franska bikarinn fjórum sinnum.

Bordeaux hefur verið atvinnumannalið í 87 ár en verður það ekki lengur. Félagið hefur gengið í gegnum mikla fjárhagsörðugleika síðustu ár og það hefur ekki gengið að rétta úr kútnum. FSG, eigendahópur Liverpool, var að skoða það að kaupa Bordeaux en tók ákvörðun um að gera það ekki.

Bordeaux hafnaði í tólfta sæti B-deildar Frakklands á síðasta tímabili og á einn stærsta aðdáendahóp landsins. Á meðal fyrrum leikmanna félagsins eru Zinedine Zidane, Christophe Dugarry, Jean Tigana og Aurelien Tchouameni.

Liðið hafnaði í tólfta sæti frönsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð en fellur samt út af fjárhagsörðugleikum. Leikmenn liðsins verða allir samningslausir á meðan félagið reynir að komast aftur á fætur eftir mjög erfiða tíma.
Athugasemdir
banner
banner