Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Vítaspyrnuþrenna hjá Kane í sögulegum stórsigri - Liverpool og Real Madrid unnu
Harry Kane skoraði fjögur í fyrsta leik
Harry Kane skoraði fjögur í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dominik Szoboszlai tryggði Liverpool sigurinn
Dominik Szoboszlai tryggði Liverpool sigurinn
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe og Endrick skoruðu báðir fyrir Real Madrid
Kylian Mbappe og Endrick skoruðu báðir fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Meistaradeild Evrópu fór af stað með pomp og prakt í kvöld en enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 9-2 stórsigri Bayern Müncen á Dinamo Zagreb, þar af þrjú úr víti. Liverpool vann 3-1 sigur á AC Milan í Mílanó á meðan Real Madrid vann Stuttgart með sömu markatölu.

Við byrjum leik Liverpool og Milan. Arne Slot, stjóri Liverpool, vildi fá viðbrögð frá leikmönnum eftir óvænta 1-0 tapið gegn Nottingham Forest um helgina, en hann var líklega ekki ánægður með viðbrögðin til að byrja með.

Christian Pulisic skoraði fyrir Milan eftir 127 sekúndur og Liverpool undir, en eftir það tók Liverpool yfir leikinn.

Mohamed Salah gekk illa að koma boltanum í netið. Hann setti boltann tvisvar í slá í fyrri hálfleiknum, en það kom ekki að sök. Miðverðirnir tveir, Ibrahima Konate og Virgil van Dijk, sáu um að koma Liverpool í forystu.

Konate jafnaði metin með skalla eftir aukaspyrnu Trent Alexander-Arnold á 23. mínútu áður en Van Dijk stangaði hornspyrnu Kostas Tsimikas í netið undir lok fyrri hálfleiks.

Dominik Szoboszlai gerði mikilvægt þriðja mark Liverpool á 67. mínútu eftir undirbúning Cody Gakpo. Stuttu áður vildu Milan menn fá vítaspyrnu er Alvaro Morata féll í teignum en fengu ekki.

Liverpool náði að sigla sigrinum örugglega heim. Góð byrjun hjá þeim rauðu.

Söguleg slátrun hjá Bayern

Bayern München slátraði króatíska liðinu Dinamo Zagreb, 9-2, á Allianz-leikvanginum í Þýskalandi.

Harry Kane átti stórleik og skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn, þar af þrjú úr vítaspyrnu. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora vítaspyrnuþrennu í keppninni.

Bayern fór með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn, en Zagreb hélt þeim á tánum með því að gera tvö mörk í byrjun síðari. Eftir það tóku heimamenn við sér og skoruðu sex mörk áður en flautað var til leiksloka.

Michael Olise skoraði tvö og þá komust þeir Leon Goretzka, Leroy Sane og Raphael Guerreiro einnig á blað.

Geggjuð byrjun hjá Bayern undir stjórn Vincent Kompany en Zagreb virðist eiga lítið erindi í þessa keppni.

Evrópumeistarar Real Madrid unnu Stuttgart, 3-1. Kylian Mbappe skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark með liðinu er hann kom liðinu í forystu í byrjun síðari hálfleiks.

Deniz Undav jafnaði metin á 68. mínútu og var útlit fyrir óvænt úrslit á Bernabeu, en Antonio Rüdiger kom Madrídingum yfir gegn uppeldisfélaginu á 83. mínútu áður en brasilíska undrabarnið Endrick kláraði dæmið með marki í uppbótartíma.

Sporting lagði þá Lille að velli, 2-0. Viktor Gyökeres og Zeno Debast skoruðu mörkin. Hákon Arnar Haraldsson var ekki með Lille vegna meiðsla.

Bayern 9 - 2 Dinamo Zagreb
1-0 Harry Kane ('19 , víti)
2-0 Raphael Guerreiro ('33 )
3-0 Michael Olise ('38 )
3-1 Bruno Petkovic ('49 )
3-2 Takuya Ogiwara ('50 )
4-2 Harry Kane ('57 )
5-2 Michael Olise ('61 )
6-2 Harry Kane ('73 , víti)
7-2 Harry Kane ('78 , víti)
8-2 Leroy Sane ('85 )
9-2 Leon Goretzka ('90 )

Milan 1 - 3 Liverpool
1-0 Christian Pulisic ('3 )
1-1 Ibrahima Konate ('23 )
1-2 Virgil van Dijk ('41 )
1-3 Dominik Szoboszlai ('67 )

Sporting 2 - 0 Lille
1-0 Viktor Gyokeres ('38 )
2-0 Zeno Debast ('65 )
Rautt spjald: Angel Gomes, Lille ('40)

Real Madrid 3 - 1 Stuttgart
1-0 Kylian Mbappe ('46 )
1-1 Deniz Undav ('68 )
2-1 Antonio Rudiger ('83 )
3-1 Endrick ('90 )
Athugasemdir
banner
banner