Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Ekkert gengur hjá Real Sociedad - Orri Steinn spilaði hálftíma
Sociedad hefur ekki enn unnið leik í
Sociedad hefur ekki enn unnið leik í
Mynd: EPA
Mallorca 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Abdon Prats ('36 , víti)

Spænska liðið Real Sociedad tapaði fjórða deildarleik sínum á tímabilinu í kvöld er það laut í lægra haldi fyrir Real Mallorca, 1-0, á Mallorca í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson kom til Sociedad undir lok gluggans en hann var á bekknum þriðja leikinn í röð.

Eina mark leiksins gerði Abdon Prats úr vítaspyrnu á 36. mínútu eftir að Ander Barrenetxea handlék boltann í eigin vítateig. Prats sendi Alex Remiro í vitlaust horn og kom Mallorca í forystu.

Orri Steinn kom inn af bekknum á 64. mínútu leiksins, en náði að skapa sér lítið eins og flestir liðsfélagar hans. Luka Sucic átti besta færi Sociedad en skot hans fór af varnarmanni og framhjá.

Fjórða tap Sociedad staðreynd og er liðið aðeins með fjögur stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner