Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe fer fram á 263 milljónir evra frá PSG
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe hefur höfðað mál gegn Paris Saint-Germain og fer fram á að félagið greiði honum 263 milljónir evra en það er BBC sem segir frá.

Málið er mjög flókið en Mbappe segir PSG skulda sér 55 milljónir evra í vangoldin laun og fer þá fram á auka 200 milljónir í skaðabætur en PSG fór úr vörn í sókn og krefst þess að leikmaðurinn greiði þeim 240 milljónir fyrir að hafa hafnað að fara til Al Hilal árið 2003.

PSG samþykkti 300 milljóna evra tilboð í Mbappe árið 2023 en hann hafnaði því og ákvað ári síðar að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu.

Málið fór fyrst í gegnum franska fótboltasambandið en hefur nú ratað í réttarsalinn. Niðurstaða mun liggja fyrir eftir nokkrar vikur.

PSG heldur því fram að Mbappe hafi viljandi neitað að skrifa undir samning til þess að komast frítt til Real Madrid. Félagið leyfði honum ekki að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu sumarið 2023 og þá missti hann af fyrsta deildarleik tímabilsins, en sneri aftur í liðið eftir að aðilarnir náðu sáttum.

Lögfræðingar Mbappe þverneita fyrir ásakanir PSG og segir félagið skulda honum laun og bónusa.

Mbappe spilaði með PSG frá 2017 til 2024 þar sem hann skoraði 256 mörk í 308 leikjum og vann fimmtán titla.
Athugasemdir
banner
banner