Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Geta fengið Semenyo á 65 milljónir í janúar
Mynd: EPA
David Ornstein hjá Athletic hefur staðfest að Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé með 65 milljóna punda klásúlu í samningi sínum.

Enskir miðlar hafa skrifað um áhuga enskra stórliða á Semenyo sem hefur verið í frábæru leikformi á þessari leiktíð.

Vængmaðurinn var orðaður við Man Utd og Tottenham í sumar, en þá var verðmiðinn sagður vera í kringum 70 milljónir punda áður en hann framlengdi samning sinn til 2030.

Samkvæmt Ornstein er 65 milljóna punda klásúla í samningnum og er hún virk sem þýðir að félög geta fengið hann á því verði í janúar, en svo lækkar klásúluverðið næsta sumar.

Félög geta aðeins virkt klásúluna innan við vissa dagsetningu en Liverpool, Man Utd og Tottenham eru öll að fylgjast með stöðu mála og gætu vel hugsað sér að virkja klásúluna.

Semenyo hefur skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar fyrir Bournemouth á tímabilinu.
Athugasemdir
banner